SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

Tim Darbyshire (AU/IS) - SIGNIFICANT ENCOUNTERS

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Laugardagur 17. nóvember @ 14:00 & 16:00 // Sundhöllin, Barónsstíg 45a, 101 Reykjavík // Enska // 45 mínútur

Nælið ykkur í miða hér 

Tim.jpg

Significant Encounters fjallar um það hvernig lesa má merkingu út úr samhengi ólíkra hluta. Gestir koma sér fyrir í Sundhöllinni og horfa á fólk, leikfimidýnur, laugar fullar af vatni, hvali, upptökuvélar og hin fjölbreytilegustu rými. Sýningin gengur út á staðsetningar, samtal alls þess sem fyrir augu ber og sameiginlegt stefnumót. Verkið er eiginlega röð stefnumóta eða kringumstæðna sem hafa hamlandi áhrif hver á aðra - siðferðislega, líkamlega eða efnislega séð.

Sundlaugar eru forvitnilegir staðir til þess að rannsaka slík stefnumót, því þær standa fyrir hugtök eins og umskipti, umbreytingu, frelsi, berskjöldun og samskipti. Sundlaugar eru að einhverju leyti eftirlíking náttúrulegra aðstæðna, en bera þess merki að vera manngerðar. Sundlaugin er því einstaklega leikrænt og táknrænt rými.

Verkið var eitt af útskriftarverkefnum nemenda í meistaranámisviðslistabrautar LHÍ í ágúst síðastliðnum. Því er nú ýtt aftur á flot og leyft að reka um heiminn.

Vídeó og hljóðinnsetningu má nálgast alla daga milli 14. - 18. nóvember á opnunartíma sundlaugarinnar.

Kóreógrafía og leikstjórn : Tim Darbyshire

Flytjendur: Tim Darbyshire, Árni Pétur Guðjónsson, Sigurður Benjamín Guðmundsson, Arnar Geir Gústafsson, Saga Sigurðardóttir, Zofia Tomczyk, Silja Hauksdóttir , Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Raddir: María Arnardóttir, Tim Darbyshire

Hljóðhönnun: Tim Darbyshire, Zofia Tomczyk, including sounds by Thembi Soddell

Framleiðsla : Raven Victorsson