SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

 Amalie Olesen (DK) & Stertabenda (IS) - INSOMNIA

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Miðvikudagur 14. nóvember & fimmtudagur 15. nóvember @ 16:00 & 19:30 // Þjóðleikhúsið, Lindargata 7, 101 Reykjavík // Íslenska // 120 mínútur

Kaupið miða hér

Insomnia.jpg

Hvernig væri heimurinn ef lögmál Friends væru allsráðandi? 

Hvort sem þú ert með Ross eða Rachel í liði, hvort sem þú ert meiri Phoebe eða Chandler, hvort sem þú elskar eða hatar Friends er þetta verk sem á erindi við þig.

Grímuverðlaunahópurinn Stertabenda skoðar áhrifin sem vinsælustu gamanþættir okkar tíma hafa haft á sjálfsmynd kynslóða í hárbeittri og bráðfyndinni sýningu. 

————————-

Aðstandendur

Höfundur: Amalie Olesen og leikhópurinn Stertabenda

Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Leikarar: Bjarni Snæbjörnsson, María Heba Þorkelsdóttir, Tinna Sverrisdóttir, Þorleifur Einarsson

Tónlistarfólk: Sigríður Eir Zophoníasardóttir, Vala Höskuldsdóttir

Leikmynd: Halldór Sturluson

Búningar: Alexía Rós Gylfadóttir og Eva Signý Berger

Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson

Tónlist: Hljómsveitin Eva

Hljóðmynd: Hljómsveitin Eva

Danshöfundur: Heba Eir Kjeld

Dramatúrg: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Þýðing: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Sýningastjórn: Guðmundur Erlingsson

Leikmunadeild: Halldór Sturluson (yfirumsjón)

Leikhópurinn Stertabenda í samstafi við Þjóðleikhúsið. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti - leiklistarráði, Reykjavíkurborg og Nordisk Kulturfond.

MANIFESTO STERTABENDU

Við erum vísvitandi fátækt leikhús. Við endurnýtum efni og sköpum fremur en að menga.

Við erum forvitin um uppbyggingu sjálfsmynda og sjálfvera; kynjaðra og hinsegin; jafnt 
persónulegra og þjóðlegra, sem og heimsmynda.

Við leitum fanga í sannleika goðsagnanna og þess klassíska, endurskoðum 
eftir þörfum og villum á okkur heimildir um hið sígilda, ef þarf.

Við flöggum veikleikum og göllum og hvetjum til berskjöldunar.

We’re queer, not sure if we’re here and definitely don’t want anyone to 
get used to it.


Við trúum því að söngleikur gæti bjargað heiminum. 


Við erum óttalaus við að blanda saman formum, formgerðum, og ólíkum 
miðlum og við að hitta nýtt fólk.

Við trúum því að töfrar búi í misklíðnum, að eldur verði til í núningi.

Ef eitthvað passar ekki, þá göffum við það saman og sjáum til þess að 
sprungurnar sjáist. 


Við leitumst við að vera korní og camp; margræðin og ruglandi. 


Við stöndum í mótsögn við hið hugsanlega og sviðssetjum mögulega 
valkosti.

Við tökum utan utan um forréttindi okkar, látum renna í kalt bað fyrir þau 
og vonum að þau kunni að synda. 


Við dönsum því við erum reið og syngjum því við erum hrædd. 


Áhorfendur eru framleiðendur merkingarinnar: við búum bara til leikhús. 


Við beygjum okkur og hneigjum til að setja hjartað fyrir ofan heilann.