SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

STEINUNN KETILSDÓTTIR (REYKJAVÍK)  - OVERSTATEMENT/OVERSTEINUNN: Expressions of Expectations

Expect nothing! Expect everything! Expect anything! Expect something!

static1.squarespace-2.jpg

Steinunn Ketilsdóttir er sjálfstætt starfandi danslistamaður. Hún útskrifaðist frá Hunter College í New York með BA próf í listdansi árið 2005. Tíu árum síðar sneri hún aftur til NY í meistaranám í performansfræðum við Tisch School of the Arts NYU og útskrifaðist þaðan í maí 2016. Steinunn hefur starfað bæði sjálfstætt og samstarfi við aðra listamenn og samið fjölda verka sem hafa verið sýnd bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur verið tilnefnd til Grímuverðlaunanna bæði fyrir samstarfsverk sín og önnur verk og árið 2010 hlaut hún verðlaun fyrir bæði dansari og danshöfundur ársins fyrir sólóverkið Superhero.

Í dag sinnir Steinunn rannsóknum sínum á væntingum í performans, sem hún hóf í
meistaranáminu, í gegnum sólóverekfnið OVERSTATEMENT/OVERSTEINUNN og
rannsóknarverkefnið EXPRESSIONS the power and politics of expectations in dance. Steinunn var nýlega skipuð í stöðu gestarannsakanda við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands til næstu tveggja ára.

-----------------------

Höfundur : Steinunn Ketilsdóttir

Flytjandi : Steinunn Ketilsdóttir

Ljósahönnun : Leticia Skrycky

Aðstoð við búninga : Erna Guðrún Fritz

 

www.steinunnketilsdottir.com / steinunnketils@gmail.com

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Sunnudagur 19. nóvember kl 15:00 // Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík // enska // 60 mínútur

Hægt er að kaupa miða hér

OVERSTATEMENT/OVERSTEINUNN: Expressions of Expectations er viðvarandi verkefni íslenska danshöfundsins Steinunnar Ketilsdóttur. Í röð yfirlýsinga, sem fluttar eru í bæði töluðu máli og líkamsmáli, tjáir hún sig um væntingar til flytjandans og sviðsetningu hans á sjálfum sér. Samtímis efast hún og spyr spurninga um þessar sömu væntingar.

Yfirlýsingarnar taka á sig margvíslegar myndir og eru settar fram á breytilegan hátt, allt eftir tíma, rými og samhengi hlutanna. Verkefnið kviknaði í barráttu hennar við að útskýra sig og listina sína í akademísku stofnanaumhverfi. Þegar hún stóð andspænis þessari áskorun ákvað hún að uppfylla, eða of-fylla, væntingar með því að of-útskýra, of-lýsa og of-tjá sig í von um að varpa ljósi á margbreytileika sinn og list sína. Steinunn hefur miklar væntingar til þessa verkefnis og hvað það mun verða eða ekki verða. Hvað það gæti orðið. Og hvað það gæti ekki orðið. Hvað það ætti að vera. Og hvað það ætti ekki að vera. Frá því að verkefnið var frumflutt vorið 2016 hefur hún flutt fjórtán opinberar yfirlýsingar víðsvegar um heiminn, Statement #1 til Statement #14, og mun halda áfram að flytja yfirlýsingar þar til það er komið nóg.