EVERYBODY'S SPECTACULAR

15. - 19. NÓVEMBER 2017

ÁSRÚN MAGNÚSDÓTTIR (REYKJAVÍK)  - HLUSTUNARPARTÝ 

30 unglingar bjóða í hlustunarpartý.

It’s our party and we cry if we want to

hlustunarpartyhugmynd1 .jpg

Við ætlum að spila uppáhaldstónlistina okkar. Stundum syngjum við með eða dönsum með eða grátum með eða hvað sem er. Við ætlum að tala um tónlist og um okkur sjálf, okkar hugmyndir, áhyggjur, pælingar og drauma. Við ætlum að hanga saman, hlusta á tónlist saman og hlusta á hvort annað með áhorfendum. Við eigum sviðið, við höfum orðið, við höfum völdin og - jafnvel þó það sé bara á meðan á sýningunni stendur - þetta okkar partý og við megum gera það sem við viljum.

Ásrún Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík seint á níunda áratugnum. Hún er með B.A próf í dansi frá Listaháskóla Íslands. Hún vill teygja út hugmyndina um dans og kóreógrafíu og hefur búið til allskonar verk; sum hafa notið mikilla vinsælda og verið tilnefnd til verðalauna og jafnvel hlotið verðlaun og viðurkenningar, önnur verk hafa ekki notið jafn mikilla vinsælda. Í augnablikinu hefur hún mikinn áhuga á því að vinna með fólki sem hefur ekki hugsað svo mikið um dans eða það aða dansa og hún vill gera ósýnilegar kóreógrafíur sýnilegar. Hún hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki sem eru ekki atvinnumenn í greininni, einsog unglingum, börnum, hennar eigin nágrönnum o.s.frv.

Vefsíða : www.asrunmagnusdottir.com 

-------------------------------------------------------

Höfundur : Ásrún Magnúsdóttir.

Flytjendur og meðhöfundar : Marta Ákadóttir, Lukka Mörk, Sverrir Gauti Svavarsson, Baldur Einarsson, Steinunn Þórðardóttir, Erna Benediktsdóttir, Stefán Kári Ottósson, Sæþór Elí Bjarnason, Egill Andrason, Saga Klose, Karen Nordquist Ragnarsdóttir, Jón Karl Sigurðsson, Stefán Árni Gylfason, Theodór Pálsson, Lea Alexandra Gunnarsdóttir, Linda Elísdóttir, Tómas Torrini Davíðsson,  Hanna Greta, Uloma Ousala, Ísafold Kristín, Lúkas Örvar Blurton, Andri Máni Birgisson, Melkorka Ýr Bustos, Óðinn Sastre, Kristrún María Gunnarsdóttir, Þuríður Guðrún Pétursdóttir, Ari Dignus, Jana Ebenezardóttir, Viktoría Mist, Ilmur María Arnarsdóttir, Sigríður Ragnarsdóttir, Oliver Alí, Hringur Kjartansson, Oddur Sigþór Hilmarsson, Karl Jóhann Jónsson, Ólafur Björgúlfsson, Halldóra Björg Einarsdóttir.

Verkið er partur af verkefninu ,,Um alla borg og upp á svið" sem er styrkt af Mennta - og menningarmálaráðuneytinu og Urban Heat, sem er styrkt af European Union. 

Þetta verkefni er styrkt af apap - Performing Europe 2020, samfjármagnað af  Creative Europe dagskrá Evrópusambandsins.