SARAH VANHEE (BE) - THE MAKING OF JUSTICE
Það er enginn samnefnari á milli dómskerfis og réttlætis. Dómskerfið er háð lagasetningu, en réttlæti er mannlegur hæfileiki.

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD
Laugardagur 18. nóvember kl 17:00 // Bíó Paradís, Hverfisgata 54, 101 Reykjavík // enska // 60 mínútur
Hægt er að kaupa miða hér
The Making of Justice er kvikmynd um sjö fanga sem eru, ásamt Sarah Vanhee, að semja handrit að glæpamynd. Rétt eins og aðalpersóna myndarinnar eru þeir allir sekir um morð. Við skrifin styðjast þeir við persónulega reynslu sína, hugmyndir og þrár. Áhorfandanum er látið eftir að ákveða hvort skrifin séu raunverulega staðfesting, miðlun eða umbreyting á aðstæðum þeirra hverju sinni. Í myndinni ræða fangarnir um glæpi sem eins konar hliðarveruleika, um eðli réttlætis og hvers konar samfélag við gætum búið okkur ef áhersla væri lögð á betrun í stað refsingar. „Það er enginn samnefnari á milli dómskerfis og réttlætis,“ segir einn mannanna. „Dómskerfið er háð lagasetningu, en réttlæti er mannlegur hæfileiki.“ Hér er ekki brugðið upp einfaldri mynd af „glæpamanninum“, hvorki að forminu til (linsa vélarinnar er jafnan úr fókus) né innihaldi; höfundarnir og persónuleikar þeirra birtast okkur enda fyrst og sem manneskjur en ekki sakamenn.
SARAH VANHEE hefur lagt áherslu á sviðslistir, myndlist og bókmenntir í verkum sínum og nýtir sér hefðbundin jafnt sem óhefðbundin rými við listsköpun sína. „Ég skapa tímabundinn, opinn en skýrt afmarkaðan vettvang sem ég nota til þess að kanna veruleikann og mæta honum með list sem má kalla absúrd, útópíska eða ljóðræna. Þannig verða til ólíkar sögur, nýtt landslag, aðferðir og skáldskapur.“ Meðal nýrri verka Vanhee má nefna Oblivion (sviðsverk), I Screamed and I Screamed and I Screamed (vídeó-innsetning og sviðsverk), Untitled (fundaröð), Lecture For Every One (gjörningaröð) og Turning Turning (sviðsverk). Verk hennar hafa meðal annars verið sýnd í Van Abbe Museum (Eindhoven), á listahátíðinni Kunstenfestivaldesarts (Brüssel), í Art Centre De Appel (Amsterdam), La Ferme du Buisson (París) , Centre Pompidou (Metz), Arnolfini Gallery (Bristol), á iDans (Istanbul), Printemps de Septembre (Toulouse), Impulstanzfestival (Vínarborg), Kiasma (Helsinki), HAU (Berlín). Sarah Vanhee var einn af útgefendum Untranslatables og höfundur The Miraculous Life of Claire C and TT auk ýmissa annarra sviðstexta. Hún vinnur verk sín iðulega í nánum tengslum við CAMPO í Ghent og er einn af stofnendum Manyone vzw. Sarah Vanhee býr og starfar í Brüssel.
------------------------------------
Leikstýrt af Söruh Vanhee
Kvikmyndaupptaka : Fairuz
Klippari : Jan De Coster
Hljóðupptaka og hljóðblöndun: Kwinten Van Laethem
Afritun: Sabien Van Moorter
Þýðing : Patrick Lennon
Framleitt af : Sarah Vanhee & Manyone vzw
Meðframleiðsla : Kunstencentrum BUDA
Þakkir: Bart Schoovaerts, Kevin De Coster, Marie Logie, Kristof Jonckheere, Agnes Quackels, Franky Devos, Berno Odo Polzer, Francis van Remoortel, Marika Ingels, Sarah Vanagt, Christine de Smedt, Pieter-Paul Mortier, Susanne Weck, Mette Edvardsen
Sérstakar þakkir : þáttakendurnir sjö.
