SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

SARAH VANHEE (BE) - Fyrirlestur fyrir Hvern og Einn (með unglingum)

Í svo margbreyttu þjóðfélagi, hvernig er hægt að ná til allra borgaranna, hvers og eins, og á hvaða tungumáli?

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Opin kynning föstudaginn 16. nóvember @ 15:00 // Listaháskóli Íslands, Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík // Íslenska og enska // 45-60 mínútur

Ókeypis aðgangur

LFEO - photo.jpg

Þessi fyrirlestur er ekki leiksýning heldur innrás, gjöf; jákvæð veira sem ferðast um flókið borgarmynstrið. Í þessu verki flýr Sarah Vanhee leikhúsið og heldur út á meðal fólksins. Listamaðurinn birtist eins og ókunnur ferðalangur á fundum hér og þar – stjórnarfundum, í réttarsal, á fundum hverfisráða – og heldur stuttan fyrirlestur. Þannig hefur Sarah Vanhee síðustu árin truflað fundarhald á 300 stöðum í Evrópu. Hún reynir að fara sem víðast og spyr jafnan sömu spurningarinnar: Í svo margbreyttu þjóðfélagi, hvernig er hægt að ná til allra borgaranna, hvers og eins, og á hvaða tungumáli? Er hægt að ná sambandi við þá öðruvísi en með reglum og lögum, pólitískum skilaboðum, fjölmiðlun eða auglýsingum? Á almenningur sér yfirleitt nokkurn sameiginlegan vettvang?

Fyrirlestur fyrir hvern og einn er tilraun til þess að tala „frjálslega“, hvort sem um er að ræða einn einstakling eða fjölda fólks.

Sarah Vanhee hefur útfært verkefnið sérstaklega fyrir reykvískar aðstæður þar sem hún flytur fyrirlesturinn ekki í eigin persónu heldur mun ungur borgarbúi, Bryndís Bergmann, sjá um flutninginn, með aðstoð Mörtu Ákadóttur.

Föstudaginn 16. nóvember verður almenn kynning á verkefninu þegar þær stöllur deila reynslu sinni af því að ferðast með þessar skærur sem fyrirlesturinn er um Reykjavíkurborg.

Sarah Vanhee (f. 1980) hefur í listsköpun sinni verið nátengd gjörningalist, myndlist, kvikmyndagerð og ritsmíðum. Hún styðst við ólík form og oft eru verkin samin með ákveðnar aðstæður í huga. Á meðal verka hennar má nefna Unforetold, The Making of Justice, Oblivion, I Screamed and I Screamed and I Screamed, Untitled og Turning Turning (a choreography of thoughts). Sarah Vanhee hefur sýnt verk sín á Kunstenfestivaldesarts í Brüssel, Theaterformen í Hannover, Next Festival/BUDA Kortrijk, Saal Biennaal, Tallinn, Actoral Marseille, Centre Pompidou Metz, Printemps de Septembre Toulouse, HAU Berlin, Kaaitheater Brüssels, Van Abbemuseum Eindhoven, Arnolfini Gallery Bristol, Jihlava IDFF, Extra City Antwerpen. Hún er meðhöfundur bókarinnar Untranslatables og höfundur The Miraculous Life of Claire C og TT. Frá árinu 2009 hefur Sarah Vanhee unnið í nánu samstarfi við CAMPO í Ghent, en leikhúsið hefur framleitt nokkur af verkum hennar.

---

Hugmynd og texti: Sarah Vanhee

Verkið er unnið í samstarfi við: Juan Dominguez Rojo, Berno Odo Polzer, Dirk Pauwels & Kristien Van den Brande  

Verkefnastjórnun og umsjá með vefsíðu: Aude Buisson / Linda Sepp

Framleiðsla á Íslandi: Aude Buisson

Aðstoð: Marta Ákadóttir

Flytjandi íslensku útgáfu textans: Bryndís Bergmann

Framleiðandi: CAMPO, Ghent

Meðframleiðendur: Kunstenfestivaldesarts og Frascati Producties (Amsterdam)

Verkefnið er stutt af: STUK kunstencentrum (Leuven) )

Þakkir: KC BUDA (Kortrijk))

Sérstakar þakkir fá allir sem stuðluðu að útbreiðslu á Fyrirlestri fyrir hvern og einn.

www.lectureforeveryone.be