SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

HVAÐ GETUR DANSARI GERT? 

// HRINGBORÐSUMRÆÐUR \\

Screen Shot 2017-11-07 at 12.55.15.png

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Laugardaginn 18. nóvember kl. 15:00 //  Tunglinu, Lækjargötu 2A, 4. Hæð (fyrir ofan Grillmarkaðinn) // íslenska og enska // 2 tímar

Heimspekingurinn Spinoza sagði eitt sinn: „Enginn hefur enn ákveðið hvað líkaminn er fær um“. Við spyrjum, hvað er dansarinn fær um? Hefur einhver enn ákveðið hvað líkami dansarans er fær um?

Að dansa er að glíma við kerfi. Danslistamenn eru bundnir í líkamleg og huglæg kerfi innan listformsins; pólitíska landslagið sem þeir starfa í, styrkjaumhverfið sem þeir reiða sig á, stærð og gerð stúdíóa, kerfi líkamans, sem og hugmyndafræði um dansinn sem listform. Hverjar eru kóreógrafíur þessara kerfa og hvernig bregst líkami dansarans við og hreyfir sig innan þeirra? Getur dansarinn haft áhrif og breytt kóreógrafíum núgildandi kerfa? Hvað getur dansarinn gert?

Í þessum hringborðsumræðum munum við velta upp og takast á við þessarar spurningar útfrá þremur samtengdum útgangspunktum; líkamlega líkamanum, stofnanalíkamanum og pólitíska líkamanum.

Umræðurnar eru hluti af EXPRESSIONS: The power and politics of expectations in dance, listrannsóknarverkefni sem skoðar væntingar í dansi í gegnum fræðilega og hagnýta kóreógrafíska rannsókn. Steinunn Ketilsdóttir danshöfundur og gestarannsakandi við Listaháskóla Íslands leiðir verkefnið í samvinnnu við alþjóðlegan hóp danslista- og fræðimanna. Umræðurnar eru haldnar í samvinnu við Listaháskóla Íslands.

Rannsóknarteymið : Steinunn Ketilsdóttir (IS), Sierra Ortega (US), Mia Habib (NO), Snædís Lilja Ingadóttir (IS), Lovísa Ósk Gunnarsdóttir (IS), Védís Kjartansdóttir (IS), Hugrún Jónsdóttir (IS).

Aðstoð við umræður : Anna Kolfinna Kuran (IS), Katrín Gunnarsdóttir (IS) og Saga Sigurðardóttir (IS).

LHÍ nemar : Yelena Nadjeschda Ita Arakelow (CH), Pauline Van Nuffel (BE).

Samstarfslistamenn og stofnanir : Berglind Rafnsdóttir (IS), Halla Ólafsdóttir (SE/IS), Maija Hirvanen (FI), Marie-Louise Stentebjerg (DK), Louise Ahl (SE/UK), Halla Ólafsdóttir (SE), Maija Hirvanen (FI), Marie-Louise Stentebjerg (DK). Dansarena Nord, (NO). Listaháskóli Íslands, Sviðslistadeild (IS). Dansverkstæðið (IS). Reykjavík Dance Festival (IS). Norræna Húsið, (IS). Dansens Hus, Stockholm (SE). BORA BORA, Aarhus (DE). WELD, Stockholm (SE). Tanzhaus Zurich (CH). Dance Base, National Centre For Dance, Edinburgh (UK). Writing Movement Network 2.0.