SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

MAÍSÓL +RAGNAR (REYKJAVÍK)  - LEIÐSÖGN

Hver er leið ævinnar?

Screen Shot 2017-09-22 at 11.51.59.png

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Laugardagur 18. nóvember kl 13:00 og 16:00 & Sunnudagur 19. nóvember kl 13:00 og 16:00 // Hornið á Skólavörðustíg og Bergstaðarstræti. // enska & íslenska //  60 mínútur

Ókeypis er á sýninguna, en það er þó mikilvægt að bóka miða hér! Takmarkaður fjöldi!

Það sem virðist í fyrstu vera venjulegur staður, enn einn staðurinn, og það sem virðist vera venjuleg manneskja, enn ein manneskjan, er oft svo miklu meira en það. Hver er leið ævinnar? Marka ákveðin tímabil ævi okkar líka ákveðna leið?

Ragnar Ísleifur Bragason (1977) er sviðslistamaður og skáld. Hann er lærður sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur ásamt öðru verið virkur meðlimur í leiklistarhópnum 16 elskendur. Ragnar er einnig meðlimur í leikhópnum Kriðpleir og hefur samið eða leikið í öllum sýningum hópsins.

Ragnheiður Maísól Sturludóttir Ragnheiður Maísól Sturludóttir (1983) er myndlistarkona og sviðslistakona. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands og lærði í Commedia School í Kaupmannahöfn. Verk hennar eru á mörkum myndlistar og leikhúss. Hún er einnig meðlimur í Sirkus Íslands og Reykjavík Kabarett

Vinsamlegast klæðið ykkur eftir veðri þar sem sýningin fer fram utandyra

--------------

Þátttakendur : Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Ragnar Ísleifur Bragason

Verkið er partur af verkefninu ,,Um alla borg og upp á svið" sem er styrkt af Mennta - og menningarmálaráðuneytinu og Urban Heat, sem er styrkt af European Union.