SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

KRISTA BURANE (LV) & ANDY FIELD (UK) - NOCTURNE

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Fimmtudagur 15. nóvember @ 18:00 // Iðnó, Vonarstræti 3, 101 Reykjavík // Enska // Um 3 tímar

Nælið ykkur í miða hér

Screen Shot 2018-09-26 at 14.30.05.png

Nocturne, eða Næturljóð, er í senn sviðsetning, göngutúr og leiksmiðja. Verkið eróður til næturinnar og lífveranna sem búa í nóttinni og í jaðri borgarsamfélagsins.

Áhorfendum er boðið að hverfa inn í myrkviði Reykjavíkur, laumast inn á milli steypu og rafmagns, götuljósa og matvöruverslana, í leit að einhverju öðru.

Skuggar og gróður leiða okkur á undarlegan og lítt þekktan stað, sýn okkar álandslag borgarinnar tekur smám saman að breytast ...

Verkið er samvinnuverkefni lettnesku listakonunnar Kristu Burane og Andy Field frá Bretlandi. Lettneski leikmyndahönnuðurinn Ieva Kaulina sér um útlitsýningarinnar og sænski danshöfundurinn Erik Eriksson um hreyfingar.Nocturne er afrakstur listamannadvalar þeirra í Reykjavík vorið 2018 þar sem þau lögðu sérstaka áherslu á að kynna sér náttúrufar og dýralíf borgarinnar í sinni fjölbreytilegustu mynd. Listamennirnir dvöldu einnig í London og Riga og var verkið sniðið sérstaklega að aðstæðum hverju sinni.

Leikstjórar: Krista Burane og Andy Field

Samverkafólk: Ieva Kaulina og Erik Eriksson

Leiðsögumaður: Viktor Leifsson

Dansarar: Klavs Liepins, Rósa Ómarsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir og Daniella Eriksson

Framleiðendur: London International Festival of Theatre, Lókal Performing Arts Reykjavík og Homo Novus, Riga. Nocturne er hluti af verkefninu „Urban Heat“ sem er á vegum tengslanetsins Festivals In Transition og nýtur stuðningsMenningaráætlunar Evrópusambandsins, Creative Europe.