SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

RAGNAR KJARTANSSON, MARGRÉT BJARNADÓTTIR & ÍD VIÐ TÓNLIST BRYCE DRESSNER (REYKJAVÍK)  - EKKERT Á MORGUN  

yfirlýsing um hrynjandi, hreyfingu, hljómfall og óræðar tilfinningar. Hugleiðingar um þokka, innri kraft og list dansarans

NT stærri borði.jpg

HVENÆR // HVAR  // LENGD

Miðvikudagur 15. nóvember kl 21:00 // Borgarleikhúsinu, Listabraut 3, Reykjavík, 103 RVK  // 30 mínútur

Hægt er að kaupa miða hér

Íslenski dansflokkurinn snýr aftur á svið með verkið No Tomorrow sem hefur verið sýnt um víða Evrópu síðustu mánuði sem hluti af listhátíð Íslenska dansflokksins FÓRN. No Tomorrow hefur fengið mikið lof frá bæði gagnrýnendum og áhorfendum og hlaut Grímuverðlaunin 2017 fyrir Danshöfunda ársins og Sýningu ársins en það var í fyrsta skipti í sögu Grímunnar sem dansverk fékk titilinn sem Sýning ársins.

No Tomorrow er ballett fyrir átta dansara og átta gítara. Órafmagnaður hljómur sem ferðast í risastóru rými leiksviðsins. Ballettinn er yfirlýsing um hrynjandi, hreyfingu, hljómfall og óræðar tilfinningar. Hugleiðingar um þokka, innri kraft og list dansarans. Talning og rými. Hvernig hljóð og hljóðfærasláttur ferðast. Hvernig hljómfall vekur tilfinningu. Tónlist Bryce Dessner er samin sérstaklega fyrir þessar tilraunir. Saffó var Ragnari og Margréti hugleikin við samningu verksins. Textinn í verkinu hefur samt aðeins eina hendingu frá hörpuleikaranum frá Lesbos, hann er að mestu unninn upp úr skáldsögunni Point de Lendemain eða Dagur ei meir eftir Vivant Denon. Sagan er munúðarfullt ofurljóðrænt skáldverk frá ofanverðri 18. öld. Verk um manndómsvígsluna sem fólgin er í því að verða alvöru elskhugi á þeirri þokukenndu tíð. Þetta lítur kannski út eins og einhver Calvin Klein tískusýning en þetta er rókókó, á meira skylt við Watteau.

Ragnar Kjartansson fæddist í Reykjavík árið 1976, býr hér og starfar. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2001 og nam við Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi árið 2000. Hann hefur haldið ótalmargar einkasýningar, tvær þær síðustu voru í Barbican Centre í London og Hirshhorn-safninu í Washington DC. Ennfremur hafa verk hans verið miðdepill þýðingarmikilla sýninga í bandarískum og evrópskum söfnum á borð við Palais de Tokyo í París (2015-16), New Museum í New York og Nútímalistasafninu í Boston (2014). Gjörningar hans, uppákomur og hópsýningar spanna margra ára tímabil víða um lönd.

Margrét Bjarnadóttir lauk BA gráðu af danshöfundabraut ArtEZ listaháskólans í Arnhem, Hollandi, árið 2006. Síðan þá hefur hún unnið sem sjálfstætt starfandi listamaður. 

------------------

Lýsing : Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlistarstjórn : Kjartan Sveinsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Förðun : Fríða María Harðardóttir
Þakkir : Benedict Andrews, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Pauline De Lassus & Lilja Gunnarsdóttir

Lagið No Tomorrow er eftir Bryce Dessner og Ragnar Kjartansson. Byggt á textum eftir Vivant Denon, Saffó og Pál Postula, í þýðingu Ingibjargar Sigurjónsdóttur.

Flytjendur : Aðalheiður Halldórsdóttir, Anais Barthe, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Halla Þórðardóttir, Heba Eir Kjeld, Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir. Verkið er unnið og útfært í náinni samvinnu við flytjendur.