SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

METTE EDVARDSEN (OSLO/BRUSSEL)  - OSLO

að geta skapað viðveru og hugarflæði með annars konar hætti, þar sem listamaðurinn á sviðinu er ekki upphaf og endir alls

oslo2.jpg

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Miðvikudagur 15. nóvember kl 19:30 // Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík // enska // 60 mínútur

Hægt er að kaupa miða hér

Með þessu nýja verki spinnur Mette áfram þráðinn sem finna má í fyrri verkum hennar. Í þríleiknum (2011), No Title (2014) and We to be (2015) kannaði hún möguleika og takmarkanir tungumálsins og rýmislega virkni þess. Aðgangurinn að ímyndunaraflinu fór fram í gegnum tungumálið og nándin við áhorfendur þróaðist samhliða skrifunum. Markmið hennar með Oslo er að geta skapað viðveru og hugarflæði með annars konar hætti, þar sem listamaðurinn á sviðinu er ekki upphaf og endir alls. Að þessu sinni tekur höfundurinn inn allt leikrýmið, margfaldar raddirnar, gjörðirnar, augnablikin, hugsanirnar - hluti og verur.

Verk norska danshöfundarins og sviðslistakonunnar Mette Edvardsen teljast til sviðslista  þrátt fyrir að mörg þeirra séu unnin fyrir ólíka miðla á borð við vídeó og bækur. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á þeim tengslum sem eðli og framsetningarmáti slíkra miðla hefur við sviðslistirnar. Hún hefur búið og starfað í Brüssel frá árinu 1996, hóf feril sinn sem dansari en byrjaði að semja sitt eigið efni árið 2002. Verk hennar hafa verið sýnd víða og hún hefur einnig unnið að ýmsum samstarfsverkefnum, bæði sem höfundur og dansari. Black Box leikhúsið í Osló sýndi röð verka hennar í Osló árið 2015, en Mette sinnir um þessar mundir rannsóknum við listaháskólann þar í borg.

----------------------------------------

Höfundur : Mette Edvardsen

Samstarfsfólk : Mari Matre Larsen et al.

Tónlist : Matteo Fargion

Ljósahönnun : Bruno Pocheron

Aðstoð við framleiðslu : Maya Wilsens

Framleiðsla : Mette Edvardsen/Athome, Manyone vzw

Meðframleiðendur : Kaaitheater (Brussels), BUDA (Kortrijk), Black Box Teater (Oslo), Teaterhuset Avant Garden (Trondheim), BIT – Teatergarasjen (Bergen), Skogen (Gothenburg)

Stuðningsaðilar: Norsk Kulturråd, Norwegian Artistic Research Program – Oslo National Academy of the Arts, APAP network (EU)

Þetta verkefni er styrkt af apap - Performing Europe 2020, samfjármagnað af  Creative Europe dagskrá Evrópusambandsins.