SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

MARGRÉT BJARNADÓTTIR (IS) - MOVEMENT – NON-EVENT (Myndbandsinnsetning)

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Laugardagur 18. nóvember @ 13:00-17:00 og sunnudagur 19. nóvember 10:00 - 16:00 // Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús // Enska // innsetning

IMG_2700.jpeg

Margrét hefst handa við að safna eigin hreyfingum og skrásetja þær á myndbandsform. Sjónum er ekki beint að hinum hversdagslegu og praktísku hreyfingum sem allir þekkja eða þeim hreyfingum og sporum sem læra má í dansskóla: um er að ræða safn hinna „ólærðu“ hreyfinga sem við vitum ekki almennilega hvaðan koma – nema upp úr ómælisdjúpinu sem líkami hvers manns er. Sumar hreyfinganna eru Margréti kunnuglegar, aðrar hefur hún aldrei áður framkallað og mun ef til vill aldrei aftur framkalla. Hreyfingar sem þessar eru nátengdar tilfinningum og undirvitund og þess vegna ekki ósvipaðar draumum sem birtast aðeins einu sinni og svo aldrei aftur.

Hreyfingasafnið er leit að einhverju sem við vitum ekki hvað er – lífstíðarverkefni sem hefst hér með.


Verkið er partur af verkefninu ,,Gjörningatíð " sem er styrkt af Mennta - og menningarmálaráðuneytinu.