SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

MARGRÉT SARA GUÐJÓNSDÓTTIR (REYKJAVÍK)  - CONSPIRACY CEREMONY - HYPERSONIC STATES 

ferðalag um ókannaðar lendur mannslíkamans og víðerni líkamlegrar nautnar og sársauka

MSG.png

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Miðvikudagur 15. nóvember & fimmtudagur 16. nóvember kl 18:00 // Smiðjan, Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík // enska  //  60 mínútur

Hægt er að kaupa miða r

Í nýjasta verki Margrétar Söru Guðjónsdóttur, CONSPIRACY CEREMONY – HYPERSONIC STATES, heldur danshöfundurinn (ásamt samstarfsfólki sínu til margra ára) áfram að rannsaka til hlítar aðferðir sem beinast að rannsókn á huliðsheimi líkama og tilfinninga.

Margrét Sara hefur í verkum sínum (BLIND SPOTTING PERFORMANCE SERIES) þróað nýstárlegt tungumál og frumlegar vinnuaðferðir. Margóma samspil tilfinninga og hreyfinga sem sprottnar eru úr veröld mannslíkamans mynda kjarnann í HYPERSONIC STATES. Tilfinningar flæða hömlulaust um líkama dansaranna og kalla fram sterka og á stundum sársaukafulla reynslu hjá áhorfandanum.
Dansararnir fimm eru fulltrúar fjöldans, hvattir áfram af ósýnilegum krafti sem er í senn pólitískur og aflvekjandi og magnaðri en mannkyn allt. Tungumál líkamans opnar leið inn í undirmeðvitundina og áhorfendur upplifa líkamsbeitingu dansaranna líkt og á eigin skinni. Í sameiningu takast báðir aðilar á hendur ferðalag um ókannaðar lendur mannslíkamans og víðerni líkamlegrar nautnar og sársauka.

Verk danshöfundarins Margrétar Söru Guðjónsdóttur sem býr og starfar í Berlín hafa verið sýnd víða um lönd. Meginviðfangsefnið í verkum Margrétar er mikilvægi nándarinnar, en hún kannar einnig og vinnur með afstöðu okkar til hins félagslega og pólitíska hlutverks líkamans. Margrét Sara hefur á síðastliðnum fimm árum unnið með þéttum hópi dansara og Peter Rehberg (PITA), raftónlistarmanni og útgáfustjóra Editions MEGO Austurríki.

-------------------

Leikstjórn, kóreógrafía, hugmynd, sviðsmynd og búningar :  Margrét Sara Gudjónsdóttir
Kóreógrafía & flytjendur :  Johanna Chemnitz, Catherine Jodoin, Laura Siegmund,
Marie Topp, Suet-Wan Tsang
Tónlist : Peter Rehberg
Lýsing : Martin Beeretz
Dramatúrgía :  Anja Röttgerkamp
Dramatúrgísk ráðgjöf : Richard Aslan, Zeina Hanna

„Somatic Archiving with the Living Archives Research Project”  : Susan Kozel Philosopher in Residence / Archival Concept & Jeannette Ginslov Digital Media & AR Creation / Concept

Framkvæmdarstjórn : Elena Krüskemper, Local International GbR

Meðframleitt og styrkt af :  Senatsverwaltung für Kultur und Europa, Abteilung Kultur. 
Styrkt af :  the Arts Council of Norway, Mennta - og menningarmálaráðuneytinu  og Reykjavíkurborg
Meðframleitt af :  LÓKAL - Performing Arts Reykjavík og Sophiensaele, Berlin.