SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

MARBLE CROWD (IS) - MOVING MOUNTAINS

Stefnumót líkama, hluta og efnis

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Miðvikudagur 14. nóvember @ 19:30 // Þjóðleikhúsið, Hverfisgata 19, 101 Reykjavík // enska // 90 mínútur

Nælið ykkur í miða hér

Marble Crowd.jpg

Fimm höfundar vilja flytja fjöll. Óvæntur atburður flækir framvinduna. Þau ákveða að gera aðra atrennu. Það er ógjörningur að flytja fjöll. Leikhópurinn Marble Crowd sviðsetur röð tilrauna, sem byggja á dansi, sagnalist og ævintýralegu myndmáli; hér er á ferðinni þeirra eigin frásögn af því sem gerðist. 

Fjallið liggur á flekaskilum, er samansafn af bergtegundum, dýrum og rusli; staður þar sem fólk kemur saman til þess að leita æðri máttar – svo er þetta líka gríðarmikið steinasafn.

Hið umfangsmikla verkefni myndar grunninn fyrir sameiginlega tilraunastarfsemi sem felur í sér stefnumót líkama, hluta og efnis. Og hvað eftir annað gefst færi á að taka nýja ákvörðun, setja á svið og komast vonandi til botns í öllu saman.

 ------------------------------

Höfundar og flytjendur: Marble Crowd (Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Sigurður Arent Jónsson, Saga Sigurðardóttir, Védís Kjartansdóttir)

Leikmynd: Tinna Ottesen

Tónlist: Gunnar Karel Másson

Ljósahönnun: Lars Rubarth

Dramatúrgía: Igor Dobricic

Framleiðendur: Marble Crowd & K3 Tanzplan í Hamborg

Meðframleiðendur: Reykjavík Dance Festival, Bora Bora, Norræna húsið í Þórshöfn og Decameron Festival

Verkefnið nýtur stuðnings Kulturstiftung des Bundes og Norræna menningarsjóðsins

Ljósmynd: Thies Rätzke