SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

THE FAMOUS LAUREN BARRI HOLSTEIN (LONDON)  - NOTORIOUS

Ég mun rísa upp í hugarórum þínum – sexý, dauð jómfrú

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Laugardagur 18. nóvember kl 21:00 // Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík // enska // 75 mínútur

Hægt er að kaupa miða hér

Notorious leiðir áhorfandann inn í hugmyndaheim poppsins og upphafningu þess á dauða, endurfæðingu og hreinleikanum sem virðist einkenna lítillækkandi framkomu persónunnar The Famous. Með vísan í goðsögnina um Medúsu, Nicki Minjai og sjálf(u) The Famous, Notorious kannar frelsandi dauða og upprisu norna og flagða. Leit The Famous að hinu raunverulega sjálfi vekur upp draugabörn, spákonur og loðinbarða. Kannski mun hið sanna sjálf lifna í annarlegum augum The Famous, ef henni tekst að hemja þessa druslulegu sál sína ...

Gætið ykkar á gröðu vofunni.

Notorious veltir upp spurningum um kvenskrímsli, hugmyndina um nornina, tengsl hennar við ímynd vændiskonunnar í samtímanum og tilhneiginguna til þess að refsa, eða fordæma hana.

ALDUR:  16+

Sýningin inniheldur nekt

Lauren Barri Holstein á að baki nokkuð langan feril í sviðslistum (Splat!, How to Become a Cupcake, How 2 Become 1, Lady Love, Cherry Pop, Women are Pathetic and How to be Amazing) og verk hennar hafa verið sýnd í Barbican listamiðstöðinni (London), á SPILL Festival (London), In Between Time Festival (Bristol), Fierce Festival (Birmingham), Duckie (London), Fresh AiR (London), The Basement (Brighton), FEM Fest (Girona), og í Abrons Art Centre (New York). Hún er með doktorsgráðu frá Queen Mary, University of London og hefur kennt við Chelsea College of Art, Laban Conservatory of Dance og Listaháskóla Íslands. Ritsmíðar hennar hafa birst í háskólaútgáfum og tímaritum.

---------------------------------------

Samið af: The Famous Lauren Barri Holstein

Samstarfsaðilar: Krista Vuori and Brogan Davison

Hönnun: David Curtis-Ring

Framleitt af: Sally Rose 

Development by : In Company Collective

Ljósahönnun : Martin Langthorne

Framkvæmdarstjóri : Hannah Moore

Sýningarstjóri : Ema Boswood

Aðstoðar sýningarstjóri :  Lóa Björk

Dramatúrg : Eirini Kartsaki

Kynningarmál :  Mobius

Styrkt af Fierce og Attenborough Centre for the Creative Arts,  National Lottery í gegnum Arts Council England, sem og PACT Zollverein, Kone Foundation og the Barbican