SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

KVISS BÚMM BANG - HORFIN HEIMILI

...minningarbrot, gleymdar og ósagðar sögur, týndir og fundnir hlutir

IMG_5890.JPG

Hljóðverk þar sem Kviss búmm bang heldur í leiðangur um horfin heimili. Við látum berast með tilfinningum og tilviljunum gegnum minningarbrot, gleymdar og ósagðar sögur.

Kviss búmm bang samanstendur af þeim Evu Björk Kaaber, Evu Rún Snorradóttur og Vilborgu Ólafsdóttur sem starfað hafa saman sem Kviss búmm bang frá árinu 2009. Eva Björk er með MA gráðu í Performance Making frá Goldsmiths University í London, á meðan Eva Rún og Vilborg eru báðar með BA gráðu í fræði og framkvæmd frá Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands. Auk þess hafa þær stöllur víðan bakgrunn í myndlist og félagsvísindum.  Í verkum Kviss búmm bang er áhersla lögð á áhorfendur og þátttöku þeirra, til lengri eða skemmri tíma, í sviðsettum aðstæðum. Hið eðlilega, og þar af leiðandi hið óeðlilega, er meginviðfangsefni hópsins sem telur að setja megi spurningarmerki við allt. Það gera þær með því að skapa heim, samfélagslegan strúktúr, sem þátttakendur fara inn í og upplifa. 

--------------------------

Eftir : Kviss búmm bang

Sérstakar þakkir : Mustafa Akra, Basma Akra, Amal Tamini, Sigríður Guðlaugsdóttir, Peter Kristoffer Sigfússon, Vistmenn Hrafnistu, Vistmenn Markarinnar, Gistiskýlið Lindargötu. Valgerður H. Bjarnadóttir, Gunnar Karel Másson, Þorgerður E. Sigurðardóttir,  Listaháskóli Íslands, Borgarbúar Reykjavíkur

Hljóðverkið var unnið fyrir Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins 2016 og Gunnar Karel Másson samdi tónlistina í verkinu. 

Verkið er partur af verkefninu ,,Um alla borg og upp á svið" sem er styrkt af Mennta - og menningarmálaráðuneytinu og Urban Heat, sem er styrkt af European Union.