SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

GERALD KURDIAN (PARIS)  - A QUEER BALLROOM FOR HOT BODIES OF THE FUTURE

elektrónískur dansleikur fyrir trans- og kynsegin fólk, vélverur, afró-fútúrista, fjölkæra, blætla og svo mætti áfram telja....

IMG_3285 copy.jpg

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Föstudagur 17. nóvember kl 20:00 // Iðnó, Vonarstræti 3, 101 Reykjavík // enska & íslenska //  langt fram á nótt!

Hægt er að kaupa miða hér

Það er ekkert jafn gaman og að „fá fólk til að dansa“. Undanfarna mánuði hefur Gérald Kurdian einmitt unnið að nýju verkefni í þessum anda. A QUEER BALLROOM FOR HOT BODIES OF THE FUTURE er vettvangur nýrra hugmynda og aðferða; elektrónískur dansleikur fyrir trans- og kynsegin fólk, vélverur, afró-fútúrista, fjölkæra, blætla og svo mætti áfram telja. Þetta er kjörinn viðburður fyrir hinsegin listamenn sem vilja setja upp vinnustofur fyrir almenning og bjóða fólki að upp á vogue dans, drag-förðun, latex-sessjónir og extravaganza-námskeið á sérstakri kvöldskemmtun í Iðnó.

Hér gefst áhugasömum tækifæri á að upplifa sjálfa sig og kringumstæður sínar á leikandi og örvandi hátt. Gérald Kurdian mætir með dj-sett, sérsniðið fyrir þennan spennandi viðburð, og byggir það á tónlist sem fylgt hefur baráttu hinsegin fólks síðastliðin 80 ár: hart hinsegin hipp hopp, óræðar raddir úr diskólögum, deep-house tónlist frá tíunda áratugnum. Þetta er óður til margra af helstu tónlistarmönnum og plötusnúðum alþjóðamenningar hinsegin fólks, s.s. eins og Crame, Planningtorock og Clara 3000 og um leið tilraun til þess að vekja upp þær erótísku kenndir sem blunda í klúbbatónlistinni.

Gerald Kurdian er tónskáld og sviðslistamaður. Hann nam myndlist við École Nationale d’Arts de Paris-Cergy og samtímadans (Ex.e.r.ce 07 - CCNMLR) undir stjórn Mathilde Monnier og Xavier Le Roy. Undurfurðulegir tónleikar hans eru skemmtilegt tækifæri til þess að kanna og uppgötva samhengið milli lifandi flutnings raftónlistar, sviðslista og heimildarannsókna.

--------------------------------------------------------

Stuðningsaðilar: Drac ÎLe de france

Framleiðsla : Décor de l'Envers

Meðframleiðsla : APAP / Le Centquatre (Paris) / La Bellone (Brussels) / La Casa Encendida og CA2M (Madrid)

Þetta verkefni er styrkt af apap - Performing Europe 2020, samfjármagnað af  Creative Europe dagskrá Evrópusambandsins.