SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

KOLBEINN HUGI HÖSKULDSSON (IS)

THE SECRET OF THE OOZE

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Miðvikudagur 14. nóvember @ 22:00 // Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús // // Enska // 60 mínútur

Nælið ykkur í miða hér

Kolli+mynd-1.jpg

Pílagrímarnir koma um langa vegu

til að baða sig

í iðnaðarúrganginum

sem heldur rafnámunum gangandi

Gríðarlegar uppsprettur orku

sem framleiða

óhlutbundna, óáþreifanlega

stafræna mynt

Í fögnuði sínum rjóða pílagrímarnir andlit sín hvít

með leirnum

sem getur af sér

hina dýrmætu rafmynt.


Þessar raunverulegu en óraunverulegu aðstæður eru upphafið að þjóðfræðilegri rannsókn á fjarlægri fortíð síð-nýlendunnar og mögulegri vegferð hennar sem ný-rafnýlendu í fjarlægum framtíðarheimi.


————————

Listamaðurinn og eyjarskegginn Kolbeinn Hugi (f. 1979) tilheyrir kynslóð sem kom fram eftir að gjá hafði myndast á milli listarinnar og listamanna í Reykjavík, þeirri myrku nýfrjálshyggjuborg.

Með verkum sínum – sem unnin eru út frá ýmisskonar mótífum tengdum teknó-fútúrisma áttunda áratugarins, gervifornleifafræði og nýaldar-svartmetal, vill listamaðurinn stuðla að myndun annarskonar þjóðfélags, enda gerir hann því skóna að veröldin þurfi ekki endilega að vera eins og hún er í dag.

Verk Kolbeins Huga eru einföld og höfða ekki til hugans, heldur eiga þau að hitta í hjartastað. Verkin hafa verið sýnt víða um hinn vestræna heim, til dæmis í MoMA PS1, yfirgefnum híbýlum við heimskautsbaug auk þess sem þau eru hluti af safnkosti Listasafns Íslands.

http://kolbeinnhugi.net/ 

Verkið er partur af verkefninu ,,Gjörningatíð” sem er styrkt af Mennta - og menningarmálaráðuneytinu.