SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

 Tónleikar með hinum einstaka Gerald Kurdian || Trk_x.

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

 Fimmtudaginn 15. nóvember @ 20:30 - 21:30 // Kaffibarinn, Bergstaðastræti 1, 101 Reykjavík // 60 mínútur

874-105829-image(page).jpg

Trk_x (eða Tarek X) flakkar frjálslega úr tilraunapoppi yfir í ló-fæ teknó og myrka hljóðheima. Þessi blætisdýrkandi er skemmtilegur, hann elskar trommuslátt, bassa, endalausa þrá og ljær lítilmagnanum rödd. Tarek setur mark sitt á hlutina. Tarek dansar eins og álfur og fífl! Tarek er með horn á hausnum. Tarek á systur. Tarek stígur út úr myrkrinu! Tarek syngur til jurtanna, steinanna og vatnsins. Tarek er flókin skepna, eins og við öll! Tarek elskar mistök. Tarek elskar afbrigðileikann! Það magíska við Tarek er draumur hans um að vera hreyfiafl. Tarek umvefur alla. Tarek andæfir staðalhyggju! Tarek svitnar. Tarek er fljótandi. Hjarta Tareks slær hratt og hátt! Tarek syngur með draugum. Tarek breytir ljótleika í fegurð! 

Gérald Kurdian er tónlistarmaður, sviðslistamaður og útvarpslistamaður. Hann útskrifaðist úr myndlist við École Nationale d’Arts de Paris-Cergy en hóf síðar nám í samtímadansi við Ex.e.r.ce 07 – CCNMLR, undir stjórn Mathilde Monnier og Xavier Le Roy. Tónlistarflutningur hans er kynlegur og gáskafullur gjörningur sem gefur áhorfandanum færi á að uppgötva það sem sameinar lifandi raftónlistarflutning, sviðslistir og heimildavinnu.