SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

GERALD KURDIAN (PARIS) - HOT BODIES (STAND UP)

Stund þar sem lögð er áhersla á mikilvægi líkamlegra og kynferðislegra krafta í uppgötvun á líkama okkar, sagnamennsku og staðleysur framtíðarinnar

IMG_1220.jpg

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Fimmtudagur 16. nóvember kl 21:00 // Iðnó, Vonarstræti 3, 101 Reykjavík // enska // 60 mínútur

Hægt er að kaupa miða hér

Hot Bodies (Stand up) er titill á verki fyrir Gerald Kurdian, sampler og vocoder og þátttöku kvennakórs sem settur er saman sérstaklega af þessu tilefni. Verkið nýtir sér eigindi óperu, uppistands, kóreógrafíu og heimildarverks; líbrettóið samanstendur af 7 söngvum og 2 dansatriðum og segir frá viðburðaríku ferðalagi andhetjunnar Tarek X um kynlífsbyltingar 20. og 21. Aldar.

Rannsóknarvinnan að baki verkinu Hot Bodies (Stand up) byggir að hluta til á viðtölum sem Gerald Kurdian hefur átt við hóp fólks sem nýtir sér kynferði sitt og/eða kyn í því augnamiði að andæfa og auka við hugmyndina um sjálfið eða leysa hana úr læðingi.

Hann vinnur einnig með hópum kvenna að því að skoða og greina margvísleg skrif sem tengjast femínisma og baráttu hinsegin fólks. Þessa byltingarkenndu og fjölbreytilegu texta notar hann loks sem undirstöðu í kórverk sem flutt er af þátttakendum á sviði.

Hot Bodies (Stand up) er því einskonar könnun á lífsslætti okkar, stund þar sem lögð er áhersla á mikilvægi líkamlegra og kynferðislegra krafta í uppgötvun á líkama okkar, sagnamennsku og staðleysur framtíðarinnar.

Gerald Kurdian er tónskáld og sviðslistamaður. Hann nam myndlist við École Nationale d’Arts de Paris-Cergy og samtímadans (Ex.e.r.ce 07 - CCNMLR) undir stjórn Mathilde Monnier og Xavier Le Roy. Undurfurðulegir tónleikar hans eru skemmtilegt tækifæri til þess að kanna og uppgötva samhengið milli lifandi flutnings raftónlistar, sviðslista og heimildarannsókna.

--------------------------------------------------------

Stuðningsaðilar : Drac ÎLe de france

Framleiðsla : Décor de l'Envers

Meðframleiðsla : APAP / Le Centquatre (Paris) / La Bellone (Brussels) / La Casa Encendida og CA2M (Madrid)

Þetta verkefni er styrkt af apap - Performing Europe 2020, samfjármagnað af  Creative Europe dagskrá Evrópusambandsins.