SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

FÁEIN ORÐ

Velkomin á SPECTACULAR – Sviðslistahátíðina í Reykjavík 2018 sem haldin er af Lókal og Reykjavík Dance Festival dagana 14. – 18. nóvember.

Hvernig getum við haldið áfram að opna upp heiminn og kalla fram samstöðu með öðrum – hvernig höldum við áfram að taka fjölbreytni og litbrigði í mannlífinu fram yfir hávært pólitískt skrum og einfaldanir? Þetta er áskorunin sem við stöndum frammi fyrir og sviðslistaverkin á dagskrá hátíðarinnar í ár eru einhvers konar svar við þessum brýnu spurningum. Þau eru einskonar flóð af skrítnum og spennandi kraftaverkum sem veitt er inn í borgina; listafólkið stígur fram í sviðsljósið með berskjöldun sína og efa að vopni og skapar þannig nauðsynlegan vettvang fyrir sameiginlegar vangaveltur okkar allra.

Sýningarnar fara fram í leikhúsum og sýningarsölum, skrifstofurýmum, samkömusölum og inni á heimilum fólks – þangað liggur leiðin semsé næstu dagana, vörðuð efasemdum en farin af opnum hug.

Sláist með í för, við hlökkum til að sjá ykkur!

Spectacular-teymið