SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

ELINA PIRINEN (HELSINKI)  - PERSONAL SYMPHONIC MOMENT

expressíonísk, póst-feminísk svipmynd af samtímanum og tímalaus rannsókn á mannsálinni

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Fimmtudagur 16. nóvember kl 19:30 // Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík // enska  //  75 mínútur

Hægt er að kaupa miða hér

Þetta frábæra verk danshöfundarins Elinu Pirinen og lagskvenna hennar er krufning á  7. synfóníu Dmitri Shostakovich, sem einnig er þekkt undir heitinu „Leníngrad- symfónían“. Sviðsetningin og sýningin byggir í senn á trúnaði og vantrúnaði danshöfundarins, dansaranna þriggja, textasmiðsins og  ljósahönnuðarins við þetta stórbrotna tónverk. Dansverkið er óttalaus köfun í hið sértæka og flókna innra líf einstaklingsins, þar sem jafnan má finna sömu þræði og í mynstri sjálfs samfélagsins.

Elina Pirinen er helsta vonarstjarnan í samtímadansi í Finnlandi. Hún er þekkt fyrir að semja verk sem hafa músíkalska uppbyggingu og stíllinn er bæði afar frumlegur og áræðinn. Personal Symphonic Moment er expressíonísk, póst-feminísk svipmynd af samtímanum og tímalaus rannsókn á mannsálinni. Í þessu verki er teflt fram djarfri fagurfræði, en óhætt er að segja að Personal Symphonic Moment hafi vakið gríðarlega sterk viðbrögð þegar sýningin fór fyrst á svið í Finnlandi

-------------------------------

Hugmynd, kóreógrafía, útlit sýningar : Elina Pirinen

Á sviði : Suvi Kemppainen, Aino Voutilainen, Elina Pirinen

Ljósahönnun : Heikki Paasonen (2015) / Tomi Humalisto (2013)

Textar : Heidi Väätänen

Hljóðhönnun : Pauli Riikonen

Tónlist : Dmitri Shostakovich, 7. synfónían

Búningar : Elina Pirinen, Kaisa Rissanen, Mila Moisio

Framleiðsla : Zodiak – Center for New Dance, Moving in November Festival, Elina Pirinen Zodiak residency í samstarfi við: Workspace Brussels / Summer coaching residency, Kone Foundation, Finnish Cultural Institute for the Benelux

Stuðningsaðilar : Samuel Huberin Taidesäätiö, The Finnish Cultural Foundation, Kone Foundation

Sérstakar þakkir:  Kati Korosuo and Katja Sallinen