SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

DANCE FOR ME (REYKJAVÍK) - THE BROGAN DAVISON SHOW 

málgefin og viðkvæmnisleg kona birtist í gríðarlegum reykmekki og býður áhorfendum upp á ógleymanlega kvöldstund

IMG_7226.JPG

The Brogan Davison Show á sér stað daglega á mismunandi stöðum í Reykjavík. Sýningin er nú þegar uppseld, en ef þú hefur áhuga á að vera gestgjafi í framtíðinni, þá er hægt að senda póst á danceformetour@gmail.com

The Brogan Davison Show er í formi uppistands sem fer fram á heimilum áhugasamra ‘gestgjafa’ sem geta boðið vinum sínum, fjölskyldu, nágrönnum, kunningjum, plöntum eða gæludýrum heim í stofu til sín til að upplifa The Brogan Davison Show.

Gríðarlegur reykjarmökkur þekur stofugólfið. Brogan Davison – viðkvæmnisleg og málgefin kona sem tekur sig ekki allt of alvarlega – birtist og býður áhorfendum upp á ógleymanlega kvöldstund. Brogan segir brandara og sögur úr uppvexti hennar í breskri verkamannastétt, gefur vafasöm heimilsráð og syngur lög sem spretta eins og ósjálfrátt fram úr pínulitla hausnum hennar.

The Brogan Davison Show er fjórða verkefni Dance For Me’s sem kafa nú enn dýpra ofan í rannsóknir sínar á sambandi lifaðs lífs og framsetningu þess. Þetta er einlæg og sprenghlægileg sviðsetning, full af ást, reiði, hugrekki og heimsku.

Brogan Davison og Pétur Ármannsson mynda sviðslistahópinn Dance For Me. Hópurinn var stofnaður í Reykjavík árið 2013 og hefur síðan þá sett upp sýningarnar “Dansaðu fyrir mig” (2013), “Petra” (2014) og “Stripp” (2016). Hópurinn hefur sýnt víða um lönd, á Íslandi, í Þýskalandi, Noregi, Danmörku, á Bretlandseyjum, í Finnlandi, á Ítalíu, í Sviss, Svíþjóð og Kanada – í leikhúsum á borð við Mousonturm (Frankfurt), BIT Teatergarasjen (Bergen) og Bora Bora (Árósum). Dance For Me eru í hópi listamanna Lókal leiklistarhátíðar í Reykjavík og evrópska tengslanetsins N.O.W.

----------------

Hugmynd og útfærsla : Brogan Davison og Pétur Ármannsson

Á sviði : Brogan Davison

Dramatúrg : Alexander Roberts

Listræn aðstoð : Jónas Reynir Gunnarsson og Björn Leó Brynjarsson

Framkvæmdastjóri : Nína Hjálmarsdóttir

Framleiðendur : Indiciplinarte, Terni (IT), BIT Teatergarasjen (NO),

Tjarnarbíó (IS), Reykjavík Dance Festival (IS)

Fjárhagslegur stuðningur : Reykjavíkurborg og Sviðslistasjóður.