SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

DANA MICHEL (CA) - MERCURIAL GEORGE

HVENÆR// HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Laugardagur 17. nóvember @ 21:00 // Tjarnarbíó, Tjarnargata 12, 101 Reykjavík // Enska // 75 mínútur

Nælið ykkur í miða hér 

MERCURIAL GEORGE SHOW PHOTO 5 BY JOCELYN MICHEL.jpg

Í verkinu Mercurial George er einfeldnin tekin fyrir og snúið upp á hana þannig að óþægilegar kenndir vakna með áhorfandanum. Dana Michel leggur út í menningarlegan fornleifauppgröft, rótar í haugi af rykugum vísbendingum sem setja dansarann úr jafnvægi. Í þessu sólói er líkaminn því líkt og tvístígandi, um leið og linnulausar tilraunir eru gerðar til þess að ná fótfestu og jafnvægi á ný.

Hinar minimalísku og afbyggjandi hreyfingar Dönu Michel gera það að verkum að hún tekur smám saman að grafa upp og grandskoða sína eigin persónu.

Danshöfundurinn Dana Michel (f. í Ottawa) er búsett í Montréal. Hún var komin undir þrítugt þegar hún útskrifaðist sem samtímadansari frá Concordia University árið 2005, en hafði fram að því starfað sem markaðsstjóri, hlaupari og ruðningsleikmaður. Fyrsta dansverk hennar í fullri lengd var Yellow Towel, sem valið var eitt af dansverkum ársins 2013 af dagblaðinu Voir í Montréal og Dance Current Magazine. Árið 2014 hlaut Dana viðurkenningu á danshátíðinni ImPulstanz í Vín fyrir frábæran listrænan árangur og var einn af athyglisverðustu danshöfundum þess árs á lista New York Times. Mercurial George er hennar nýjasta verk. Það var frumsýnt á Festival TransAmériques í Montréal sumarið 2016 og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Hún er listamaður á vegum Par B.L.eux.

Dana Michel hlaut Silfurljónið á Feneyjatvíæringnum 2017 fyrir frumsköpun í dansi.

—————————

Höfundur og dansari: Dana Michel 

Ljósahönnun og tæknistjórn: Karine Gauthier 

Listræn ráðgjöf: Martin Bélanger, Peter James, Mathieu Léger, Roscoe Michel, Yoan Sorin 

Ráðgjafi v. hljóðhönnun: David Drury 

Helsti framleiðandi: Par B.L.eux.

Framleiðandi: Dana Michel 

Framkvæmdastjórn: Daniel Léveillé Danse 

Meðframleiðendur: Festival TransAmériques (Montréal), Tanz im August (Berlin), CDC Atelier de Paris-Carolyn Carlson (Paris), ImPulsTanz (Vienna), Chapter Arts (Cardiff) 

Listamannadvöl: Usine C (Montréal), Dancemakers (Toronto), ImPulsTanz (Vienna), Actoral/La Friche Belle de Mai (Marseille), WOOP (Douarnenez), CDC Atelier de Paris-Carolyn Carlson (Paris), M.A.I. (Montréal) 

Með stuðningi frá: Conseil des Arts et des Lettres du Québec, Canada Council for the Arts. 

Ljósmynd: Jocelyn Michel

Frekari upplýsingar: http://www.dana-michel.com