SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

BROKENTALKERS (DUBLIN)  - HAVE I NO MOUTH

öll þau ótrúlegu ráð sem manneskjan grípur til í kjölfar óvæntra áfalla

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Föstudagur 17. nóvember kl 19:30 // Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík // enska // 60 mínútur

Hægt er að kaupa miða hér

Have I No Mouth er kraftmikið sviðsverk sem fjallar um breytingar á sambandi móður og sonar í kjölfar fjölskylduharmleiks. Verkið er samið af Feidlim Cannon og Ann, móður hans, og er flutt af mæðginunum og sálfræðingnum Erich Keller. Þetta er djörf, einlæg og skelfilega fyndin tilraun sonar og móður til að kafa í sameiginlega fortíð. Þau setja á svið einskonar ritúal og þótt það byggi á sameiginlegri sálfræðimeðferð þeirra er það kannski fyrst og fremst helgað öllum þeim ótrúlegu ráðum sem manneskjan grípur til í kjölfar óvæntra áfalla.

Have I No Mouth er samsett verk í þeim anda sem Brokentalkers eru kunnir af. Leikhópurinn er frá Dyflinni og er um þessar mundir í fararbroddi samtíma sviðslista á Írlandi. Verk Brokentalkers eru iðulega unnin út frá heimildum og raunverulegum atburðum og hinar fjölbreytilegustu leikhúsaðferðir nýttar við útfærslu þeirra. Listrænir stjórnendur hópsins eru Feidlim Cannon og Gary Keegan. Brokentalkers sýndi verðlaunaverkið The Blue Boy á Lókal 2012, fyrir troðfullu Tjarnarbíói.

Have I No Mouth var frumsýnt á Dublin Theatre Festival og hefur verið sýnt á Bretlandseyjum og í Ástralíu. Verkið hlaut verðlaun hins virta tímarits Total Theatre á Edinborgarhátíðinni í flokki nýstárlegra og tilraunakenndra verka.

------------------

Leikstjórar : Feidlim Cannon, Gary Keegan

Flytjendur : Ann Cannon, Feidlim Cannon, Erich Keller

Dramatúrgísk ráðgjöf: Bjarni Jónsson

Hljóðhönnun : Jack Cawley

Myndbandsgerð og framleiðandi : Kilian Waters

Kóreografer : Eddie Kay

Ljósahönnun : Sarah Jane Shiels

Búningar : Emma Downey

Framkvæmdarstjóri: Stephen Dodd.

Tæknistjóri ljósa: John Crudden

Sýningarferðalag hópsins er stutt af Culture Ireland

Culture Ireland logo.jpg