SPECTACULAR

14. - 18. NOVEMBER 2018

BÁRA SIGFÚSDÓTTIR  (BRUSSEL)  - BEING

vettvangur þar sem við könnum hið sammannlega í stað þess að undirstrika allt það sem skilur okkur að

being_AëlaLabbé_bw_5.jpg

HVENÆR // HVAR // TUNGUMÁL // LENGD

Föstudagur 17. nóvember kl 21:00 // Borgarleikhúsinu, Listabraut 3, 103 Reykjavík // enska // 60 mínútur

Hægt er að kaupa miða brátt!

Við eigum okkur öll líkama. Með honum mætum við hvert öðru og sjálfu lífinu; líkaminn er sannarlega algjör undirstaða mannkyns. Í verkinu being er líkamanum teflt fram sem viðfangsefni rannsóknar á sambandi Vestur-Evrópubúa við menningu og þjóðfélög Miðausturlanda. Með því að tjá fjölbreytilegustu tilfinningar og upplifun í gegnum hreyfingar líkamans verður til ljóðrænn og hljóður kraftur. Í verkinu mætast tveir líkamar á sviðinu og fundur þeirra er um leið ákall til áhorfenda. Þetta er vettvangur þar sem við könnum hið sammannlega í stað þess að undirstrika allt það sem skilur okkur að.

Dansarinn og danshöfundurinn Bára Sigfúsdóttir hefur alltaf verið mjög forvitin um aðra menningarheima og þróun danshreyfinga á framandi slóðum. Árið 2014 tók hún þátt í hátíðinni UNTIMELY í Teheran, fór þar fyrir vinnustofu og kynntist írönsku listamönnunum Masoumeh Jalalieh og SeyedAlireza Mirmohammadi. Hún heillaðist af listfengi þeirra og nærveru og þremenningarnir ákváðu að mynda saman teymi, en being, nýjasta dansverk Báru, er einmitt bein afleiðing af þessu spennandi samstarfi. Þetta er líka í fyrsta sinn sem Bára dansar ekki sjálf í eigin verki heldur leikstýrir fundi listamannanna tveggja á sviðinu.

Bára Sigfúsdóttir lauk námi á samtímadansbraut sviðslistadeildar LHÍ og stundaði að því búnu nám við Amsterdam School of the Arts og P.A.R.T.S. í Brüssel. Eftir að hafa verið starfandi dansari um hríð, ákvað Bára að einbeita sér að því að semja eigin verk. Verk hennar eru afar persónuleg, myndræn og einkennast af mikilli hugmyndaauðgi. Rætur þeirra liggja í spunavinnu sem Bára nýtir sér við þróun á músíkölskum og margræðum efnivið. Sem danshöfundur er Bára ekki hvað síst kunn fyrir að vinna með fjölbreytilegar en taktfastar hreyfingar sem beinast að einstökum hlutum líkamans.

----------
Kóreógrafía : Bára Sigfúsdóttir
Samið með og flutt af :  Masoumeh Jalalieh og SeyedAlireza Mirmohammadi
Dramatúrgía : Sara Vanderieck
Ljósahönnun : Jan Fedinger
Tæknistjórar : Marie Vandecasteele og/eða Bardia Mohammad
Alþjóðleg samskipti : A Propic / Line Rousseau and Marion Gauvent
Framleiðsla : GRIP
Meðframleiðsla : Vooruit Arts Centre, DansBrabant, DANCE ON PASS ON DREAM ON, workspacebrussels / Life Long Burning, Moussem Nomadic Arts Centre, de
Grote Post and C-TAKT

Stutt af : Fabrik Potsdam, Platform 0090, Grand Theatre and CAMPO

Fjárhagslegur stuðningur : the Government of Flanders, the Embassy of the Federal Republic of Germany, the Creative Europe Programme of the European Union and the city of Antwerp

Þakkir : Andrean Sigurgeirsson

eu.jpeg